Enu Aluko fyrrum landsliðskona Englands í fótbolta og fyrrum leikmaður Chelsea telur Manchester City ekki hafa neinn áhuga á því að fá Declan Rice.
Arsenal og City hafa bæði boðið 90 milljónir punda í Rice en þeim tilboðum hefur West Ham hafnað.
Aluko hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Aston Villa og LA FC og segist oft hafa beitt brögðum til að fá eiganda sinn til að kaupa leikmenn.
„Ég hef oft hringt í stórt félag og beðið það um að leggja frma tilboð og þá fer eigandi minn af stað og hækkar sitt tilboð. Þetta er bara upphæð, ég held að City vilji ekki fá Rice,“ segir Aluko.
Þeir sem voru með henni í beinni á Talksport áttu erfitt með að kaupa næstu fullyrðingu hennar.
„Ég held að Arteta hafi hringt í Guardiola og sagt honum frá því hvað Arsenal væri að gera, hann hafi beðið hann um að gera hærra tilboð til að ýta við eiganda Arsenal. Ég held að það sé í gangi.“
“I don’t think #MCFC actually want Rice!”
“I think Arteta has asked Pep to put a bid in. It pushes the #AFC owners. I used to do it.”
Eni Aluko questions the intentions behind Man City’s £90m Declan Rice bid. ✍️ pic.twitter.com/oNpIksLQ7Y
— talkSPORT (@talkSPORT) June 27, 2023