Chris Brazell, þjálfari Gróttu, var pirraður eftir tap gegn Þrótti R. í Lengjudeild karla í síðustu umferð. Hann mætti ekki í viðtöl eftir leik. Þetta var til umræðu í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is
Grótta tapaði leiknum 2-1 og fór það illa í Brazell.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum hann í einhverju pirringskasti. Við munum svo auðvitað eftir atvikinu í Kórnum í fyrra. Þarf hann ekki aðeins að stilla sig af?“ spurði Helgi Fannar Sigurðsson í nýjasta þætti Lengjudeildarmarkanna.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sat með Helga að vanda og tók til máls.
„Klárlega. Í þjálfaraárum er hann mjög ungur og hann þarf að læra hratt. Hann þarf að átta sig á því að það er verið að fjalla um þessa deild og það er ekki sjálfgefið, alls ekki. Hann þarf að mæta í öll viðtöl, sýna sig og vera auðmjúkur.
Hann þarf að rífa sig í gang“
Þátturinn í heild er svo hér að neðan.