Roberto Firmino færist nær því að ganga til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu.
Brasilíumaðurinn hefur verið hjá Liverpool undanfarin sjö ár en fer í sumar. Hann verður endanlega samningslaus um mánaðarmótin og getur því farið frítt.
Viðræður Firmino og hans fulltrúa við Al-Ahli þokast vel áfram.
Sádi-Arabar eru stórhuga í fótboltanum um þessar mundir og nokkrar stjörnur úr Evrópuboltanum eru þegar mættar í deildina og þá eru fleiri leikmenn á leiðinni.
Hjá Al-Ahli yrði Firmino liðsfélagi Edouard Mendy sem er að ganga í raðir félagsins frá Chelsea.
Negotiations between Al Ahli and the representatives of Roberto Firmino are advancing. Talks underway. 🚨🟢🇸🇦
He’d join Édou Mendy who has already completed medical tests and signed 3 year contract as new Al Ahly player. pic.twitter.com/p7giu8KI6J
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2023