Anna Björk Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við Val og kemur til félagsins frá Inter á Ítalíu.
Hún hefur spilað 143 leiki í efstu deild á Íslandi, er alin upp í KR, lék lengst af með Stjörnunni en hefur einnig spilað með Selfossi.
Erlendis hefur hún einnig leikið með Örebro og Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð, PSV í Hollandi og Le Havre í Frakklandi. Anna Björk hefur leikið 44 A landsleiki og 14 yngri landsleiki.