Það varð ljóst með 4-1 sigri Manchester United á Chelsea í kvöld að Liverpool myndi ekki komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Liverpool þurfti að treysta á tap United í síðustu tveimur leikjum þeirra til að eiga von á að komast í Meistaradeildina en það gekk ekki eftir.
Mohamed Salah, stjörnuleikmaður Liverpool, er afar vonsvikinn.
„Ég er gjörsamlega eyðilagður. Það eru engar afsakanir fyrir þessu. Við höfum allt sem þurfti til að komast í Meistaradeildina en það mistókst,“ segir meðal annars í yfirlýsingu hans.
„Við erum Liverpool og það ætti að vera lágmark að komast í keppnina.
Fyrirgefið en það er bara ekki tímabært að skrifa eitthvað jákvætt og hvetjandi núna. Við brugðumst ykkur og sjálfum okkur.“
I’m totally devastated. There’s absolutely no excuse for this. We had everything we needed to make it to next year’s Champions League and we failed. We are Liverpool and qualifying to the competition is the bare minimum. I am sorry but it’s too soon for an uplifting or optimistic… pic.twitter.com/qZmA9WsueM
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 25, 2023