Lionel Messi er búinn að ganga frá því að hann fari í sumar til Al-Hilal í Sádí Arabíu. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Frakklandi.
Samningur Messi við PSG er á enda í sumar og hefur hann tekið ákvörðun um að fara frá París.
Ssagt er að Messi muni þéna 522 milljónir punda á meðan hann spilar í Sádí Arabíu.
Þar mun hann keppa við Cristiano Ronaldo sem í janúar gekk í raðir Al-Nassr sem ásamt Al-Hilal eru stóru félögin þar í landi.
AFP í Frakklandi segir að allt sé klárt, Messi muni fara til Sádí Arabíu í sumar þegar samningurinn í París er á enda.
Messi er að margra mati einn fremsti knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur í tvö ár spilað með PSG en hafði áður eins leikið með Barcelona.