Dregið verður í fyrstu umferð bikarkeppni neðri deilda karla á morgun.
Keppnin er nú haldin í fyrsta skipti og geta lið í 2., 3. og 4. deild tekið þátt. 31 félag er skráð í keppnina í ár, en úrslitaleikur hennar fer fram á Laugardalsvelli.
Fulltrúar fjölmiðla munu sjá um að draga í keppninni og munu fulltrúar Fótbolti.net ríða á vaðið og draga í fyrstu umferð keppninnar. Drátturinn fer fram kl. 13:15 og verður hann í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.
Félög sem taka þátt