Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra Íslands var mættur ásamt góðum hópi á Turf Moor í Langaskíri í gær. Þar fór fram knattspyrnuleikur Burnley og Cardiff í næst efstu deild.
Um var að ræða síðasta leik tímabilsins þar sem Burnley fékk bikarinn afhentan fyrir sigur í deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley.
Jóhann var venju samkvæmt í byrjunarliði Burnley en hann var að leika sinn 200 leik fyrir félagið í gær.
„Fórum nokkrir og horfðum á Jóhann Berg Guðmundsson og félaga ljúka tímabilinu með 3-0 sigri. Á næsta ári fylgjumst við með honum og félögum í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifar dómsmálaráðherrann á Facebook.
Jóhann Berg lék 37 deildarleikir af 46 með Burnley en liðið endaði með 101 stig og verður á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.
Jón birtir nokkrar myndir á Facebook síðu sinni en þar má sjá að Jóhann Berg heimsótti hópinn að leik loknum. Mikill fögnuður braust út eftir leik þegar bikarinn fór á loft.