fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Jón Gunnarsson fagnaði með þúsundum manna í Langaskíri í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra Íslands var mættur ásamt góðum hópi á Turf Moor í Langaskíri í gær. Þar fór fram knattspyrnuleikur Burnley og Cardiff í næst efstu deild.

Um var að ræða síðasta leik tímabilsins þar sem Burnley fékk bikarinn afhentan fyrir sigur í deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley.

Jóhann var venju samkvæmt í byrjunarliði Burnley en hann var að leika sinn 200 leik fyrir félagið í gær.

„Fórum nokkrir og horfðum á Jóhann Berg Guðmundsson og félaga ljúka tímabilinu með 3-0 sigri. Á næsta ári fylgjumst við með honum og félögum í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifar dómsmálaráðherrann á Facebook.

Jóhann Berg lék 37 deildarleikir af 46 með Burnley en liðið endaði með 101 stig og verður á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Jón birtir nokkrar myndir á Facebook síðu sinni en þar má sjá að Jóhann Berg heimsótti hópinn að leik loknum. Mikill fögnuður braust út eftir leik þegar bikarinn fór á loft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur