Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður vikulega alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
„Þegar Romano segir eitthvað þá er það þannig, maður lifði í von að hann færi til minna manna í Liverpool. Ég trúði því ekki,“ sagði Hrafnkell Freyr um tíðindin af Jude Bellingham.
Fabrizio Romano greindi fyrstur frá því í síðustu viku að Bellingham væri að ganga í raðir Real Madrid. „Það er ólíklegt að Liverpool fari í Meistaradeildina, hann hefði viljað fara í Liverpool á öðrum tímapunkti,“ segir Hrafnkell.
Hjörvar segir að hann hafi séð þetta í kortunum eða að enski landsliðsmaðurinn færi til Manchester City.
„Ég sá fyrir mér Manchester City. Fabrizo Romano er að sanna þetta rosalega tengslanet sitt, Real Madrid á peningana. Þeir undirbjuggu komu Kylian Mbappe en hann kom ekki, þessir peningar eru til,“ segir Hjörvar.
„Þetta er spennandi sem er að gerast hjá Real Madrid, þetta er orðið eitthvað annað þetta Bernabeu mannvirki þeirra eftir þessar miklu breytingar. “
Umræðuna má heyra hér að neðan.