Erik ten Hag stjóri Manchester United skellti í tveggja daga frí frá æfingum þrátt fyrir slæmt tap gegn West Ham í gær.
Ten Hag og félagar hafa verið undir miklu álagi undanfarið en fá nú sex daga frí á milli leikja.
United er komið með bak við upp við vegg í baráttu um Meistaradeildarsæti og þarf að vinan þrjá af síðustu fjórum leikjum tímabilsins.
Ten Hag ákvað að hætta ekki við tveggja daga fríið sem var planað þrátt fyrir tap gegn West Ham. Um var að ræða annað tapið í röð í deildinni.
Leikmenn United koma aftur til æfinga á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir leik gegn Wolves á laugardag.