Það ríkir nokkur reiði í Sádí Arabíu eftir að Georgina Rodriguez unnusta Cristiano Ronaldo birti léttklæddar myndir af sér á Instagram.
Ronaldo og fjölskylda fluttu til Sádí Arabíu í upphafi árs þegar Ronaldo skrifaði undir við Al Nassr þar í landi.
Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir en Georgina birti myndir af sér i sundlauginni við heimili þeirra.
Georgina vakti þó ekki mikla lukku á meðal heimamanna en strangar reglur eru klæðnað kvenna frá Sádí Arabíu, er þjóðin strangtrúuð. Þykir mörgum það ekki við hæfi að Georgina birti af sér léttklæddar myndir í landinu.
„Svo dónalegt,“ segir einn netverji og annar biður Georgina að klæða sig í hvelli og óskar þess að guð geti lagað hana.
„Þú ættir að biðja Allah um fyrirgefningu,“ skrifar svo einn annar og fjöldinn allur tekur í sama streng.