Mauricio Pochettino færist nær því að taka við sem stjóri Chelsea.
Lundúnafélagið hefur verið í stjóraleit í meira en mánuð, frá því Graham Potter var látinn taka pokann sinn eftir arfaslakt gengi.
Frank Lampard tók við til bráðabirgða út tímabilið en ekki hefur gengið batnað.
Chelsea hefur verið í leit að stjóra til framtíðar og verður sá að öllum líkindum hinn argentíski Pochettino. The Athletic segir að samningar muni að öllum líkindum nást í þessari viku.
Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Paris Saint-Germain, en var látinn fara þaðan fyrir tæpu ári síðan.
Pochettino er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa náð góðum árangri með Tottenham og þar áður Southampton.
Hann mun þó ekki taka við fyrr en í sumar. Lampard klárar því tímabilið sem bráðabirgðastjóri.