Aron Bjarnason leikmaður Sirius skoraði í 3-4 tapi liðsins á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Elfsborg komst yfir en það Sveinn Aron Guðjohnsen sem skoraði, Aron Bjarnason jafnaði svo leikinn. Allt stefndi í sigur Sirius en Elfsobrg skoraði tvö mörk undir lok leiksins og tryggði sér sigur.
Arnór Sigurðsson skoraði í sigri IFK Norköpping á Degerfos en Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði. Liðið vann 2-0 sigur.
Andri Lucas Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Davíð Kristján Ólafsson skoraði sjálfsmark þegar Kalmar tapaði á útivelli gegn Djurgarden.