Everton vann afar sannfærandi sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Leikurinn fór fram í Brighton og var sigur Everton nokkuð óvæntur.
Abdoulaye Doucoure var í stuði í dag og skoraði fyrra mark sitt í leiknum eftir um hálfa mínútu. Hann bætti við öðru marki eftir um hálftíma leik.
Jason Steele markvörður Brighton setti svo knöttinn í eigð net og staðan orðin 0-3 fyrir gestina í hálfleik.
Heimamenn voru með boltann nánast allan síðari hálfleikinn en Dwight McNeill bætti við fjórða marki Everton og sigurinn var í höfn.
Alexis MacAllister lagaði stöðuna fyrir heimamenn þegar um tíu mínútur voru eftir. Það var svo Dwight McNeill sem bætti við fimmta markinu fyrir Everton í uppbótartíma, 1-5 sigur staðreynd.. Jordan Pickford markvörður Everton átti magnaðan leik og varði hreint ótrúlega á köflum.
Sigurinn kemur Everton úr fallsæti og er liðið nú með 32 stig, tveimur stigum meira en liðin í fallsætinu. Liðið á leik við Manchester City um næstu helgi.