Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður vikulega alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
„Stærsta er metið hjá Haaland,“ sagði Hrafnkell Freyr um fréttir vikunnar.
Haaland skoraði sitt 35. mark í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku og hefur þar með bætt markametið á Englandi
„Ég átti von á þessu, ef hann yrði heill þá myndi hann skora yfir 30 mörk,“ sagði Hjörvar Hafliðason.
Flest af mörkum Haaland hafa komið í vítateignum og aðeins eitt utan hans. „Ég man eftir einu marki fyrir utan teiginn, langmest af þessu er inni í teig,“ segir Hjörvar.
Haaland er á sínu fyrsta tímabili á Englandi og hefur slegið í gegn í Manchester borginni.