Það voru átta mörk skoruð þegar Leicester heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fulhamm vann þá 5-3 sigur.
Staða Leicester er slæm en Fulham leiddi 3-0 í hálfleik með mörkum frá Tom Cairney, Willian og Vinicius.
Cairney skoraði svo annað mark eftir 50 mínútur og kom Fulham í 4-0 en Willian skoraði einnig annað mark sitt í leiknum í þeim síðar.
Harvey Barnes skoraði tvö fyrir Leicester og James Maddison eitt en Jamie Vardy brendi af vítaspyrnu í leiknum.
Leicester er með 30 stig þegar þrír leikir eru eftir en liðið er með jafnmörg stig og Nottingham sem situr í fallsæti.