Það hefur lengi verið augljóst að Manchester City myndi vinna enska meistaratitilinn ef þú spyrð bakvörðinn Trent Alexander-Arnold.
Trent eins og hann er yfirleitt kallaður leikur með Liverpool og þekkir það vel að spila við City bæði í bikarkeppnum sem og í ensku deildinni.
Arsenal var lengi í bílstjórasætinu í ensku deildinni en City virðist að lokum ætla að hafa betur þegar lítið er eftir.
Trent segist hafa séð þetta koma en ekkert fær City stöðvað þessa dagana, eitthvað sem við höfum séð áður í sömu deild í mörg ár.
,,Staðan í deildinni er mjög augljós núna og hefur verið í dágóðan tíma. Ef City er jafnvel nálægt toppsætinu, ef þeir finna lykt af blóði um jólin þá er þetta búið. Það er ekki hbægt að stöðva þá um leið og þeir byrja að vinna alla þessa leiki. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu gera jafntefli í einum einasta leik,“ sagði Trent.
,,Þetta snýst um hugarfarið og þeir lenda ekki einu sinni undir í leikjum í dag. Það er enginn að fíflast og það er enginn hræddur, það er ekkert upp og niður. Arsenal var spennandi því þeir voru að tapa stigum á spennandi hátt.“
,,Á sama tíma með City, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta lið, þeir ryðjast bara í gegn.“