Það eru minnkandi líkur á að Lionel Messi muni ganga aftur í raðir Barcelona í sumarglugganum.
Frá þessu greinir Marca á Spáni en Messi hefur sterklega verið orðaður við endurkomu til Spánar.
Messi er orðinn 35 ára gamall en hann yfirgaf Barcelona árið 2021 til að skrifa undir hjá Paris Saint-Germain.
Ástæðan á þeim tíma voru fjárhagsvandræði Barcelona sem taldi sig getað losað leikmenn í sumar og fengið Messi aftur.
Marca segir hins vegar frá því að enginn leikmaður Barcelona sé opinn fyrir því að fara og að það verði erfitt að finna pláss fyrir Messi í hópnum.
Messi er sem stendur í agabanni í París en hann fór til Sádí Arabíu í leyfisleysi og hefur neitað að skrifa undir framlengingu við félagið á sama tíma.