Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
KR hefur farið illa af stað í Bestu deild karla. Nokkar væntingar voru gerðar til liðsins en er það aðeins með 4 stig eftir fimm leiki.
„KR vaknar á hveru ári: Við erum stærsta lið á Íslandi og ætlum að vinna titilinn. Hvenær ætlar KR aðeins að slaka á eins og Stjarnan gerði í fyrra? Farið í enduruppbyggingu, eru með fullt af ungum strákum. Að mínu mati á KR að vera á þeim stað núna,“ segir Hrafnkell.
Hjörvar segir málið ekki alveg svo einfalt.
„Þegar þú ert búinn að vera Íslandsmeistari 27 sinnum geturðu ekkert látið eins og Stjarnan í Garðabæ. KR er stærsta liðið í íslenskum fótbolta. Þeir eru náttúrulega með ömurlega aðstöðu. Rúnar Kristinsson hefur staðið sig frábærlega hjá KR en þetta er örugglega erfitt. Þú ert með ömurlega aðstöðu, þarft að fara á Seltjarnarnes að spila. Svo er lítið af leikmönnum að koma upp og þeir hafa þurft að sækja þá annað.“
Hjörvar er þá viss um að Rúnar sé rétti maður í þjálfarastarfið í Vesturbæ.
„Ég held að Rúnar sé frábær fyrir KR. Það myndi engu máli skipta að skipta honum út. Ég er viss um að það myndi enginn ná betri árangri með liðið.“
Umræðan í heild er hér að neðan.