Fyrirliðinn og markmaðurinn Hugo Lloris mun ekki spila meira á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þetta hefur Ryan Mason, stjóri Tottenham, staðfest en Lloris meiddist gegn Newcastle þann 23. apríl síðastliðinn.
Lloris er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Tottenham en hann gekk í raðir félagsins fyrir 11 árum síðan.
Lloris mun ekki spila fleiri leiki á tímabilinu fyrir Spurs en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar þessa stundina og er níu stigum frá Manchester United sem er í Meistaradeildarsæti.
Lloris er 36 ára gamall en hann hefur verið aðalmarkvörður Tottenham alveg síðan hann kom frá Lyon 2012.