Erling Braut Haaland mætti markametið í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hélt stutta ræðu fyrir liðsfélaga sína eftir leik og lýsti þakklæti sínu.
Manchester City vann 2-0 sigur á West Ham í gær og er á góðri leið með að vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.
Haaland skoraði annað mark City í leiknum. Var það hans 35. á leiktíðinni.
Norski framherjinn hefur nú tekið fram úr Andy Cole og Alan Shearer í markaskorun á einu tímabili.
Þess ber að geta að þeir skoruðu mörk sín á 42 leikja tímabili en City hefur aðeins leikið 33 leiki til þessa.
Haaland stóð upp í klefanum eftir leik í gær og þakkaði liðsfélögum sínum.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja en þakka ykkur innilega fyrir,“ sagði stoltur Haaland, sem er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir skipti frá Dortmund síðasta sumar.
Erling Haaland: “I don’t know what more to say but thank you guys so much!” 🥹💙 pic.twitter.com/t54ORQvBrk
— City Xtra (@City_Xtra) May 3, 2023