Börn í Cravenwood Primary Academy skólanum í Manchester fengu það verkefni að teikna leikmenn Manchester City á dögunum. Voru teikningarnar notaðar á samfélagsmiðlum City fyrir leikinn gegn West Ham í vikunni.
Hluti af þessu verkefni var að leikmenn City ættu að reyna að finna teikninguna af sér á borði á æfingasvæðinu. Myndbandi af þessu var deild á miðla City.
Varnarmaðurinn Ruben Dias fann sína mynd en virtist ekki alveg sáttur.
„Af hverju er húðin mín grá?“ spurði hann léttur.
Sá sem tók myndbandið benti honum á að börn hefðu teiknað myndirnar.
„Reyndar, þegar ég skoða myndina aftur lítur hún mjög vel út,“ sagði hann þá.
Myndbandið skondna má sjá hér að neðan.
naah dias switching opinions after being told that children have made those drawings 😭 pic.twitter.com/RAOA797DdG
— may ⁴⁷ (@ourimys) May 3, 2023