Arsenal gæti selt allt að fimm leikmenn í sumar til að fá inn fjármuni fyrir öðrum.
Skytturnar hafa verið í toppbaráttu við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni allt tímabilið en virðast vera að missa af titlinum til ríkjandi meistaranna.
Arsenal ætlar hins vegar ekki að leggja árar í bát og vill styrkja sig vel í sumar. Menn eins og Declan Rice hafa verið nefndir til sögunnar í tengslum við það.
Daily Mail segir hins vegar að fimm leikmenn séu líklegir til að fara á móti.
Á þeim lista eru Emile Smith Rowe og Kieran Tierney til að mynda. Báðir voru í mun stærri hlutverkum í fyrra en hafa lítið fengið að spreyta sig í ár.
Rob Holding, sem hefur fengið tækifærið undanfarið í fjarverju William Saliba, fer hugsanlega einnig.
Þá er Folarin Balogun nefndur á listanum. Hann er á láni hjá Reims og hefur raðað þar inn mörkum, skorað 18 mörk í frönsku úrvalsdeildinni.
Loks er Reiss Nelson líklegur til að fara. Hann fer þó líklega á frjálsri sölu þar sem samningur hans er að renna út.