Manchester United telur sig færast nær því að semja við Marcus Rashford.
Samningur Englendingsins rennur út eftir næstu leiktíð og því afar mikilvægt fyrir Rauðu djöflanna að semja við hann í sumar, til að missa hann ekki frítt eftir rúmt ár.
Hingað til hefur ekki gengið að semja við Rashford á ný en Telegraph segir viðræðurnar þokast í rétta átt.
Skrifi Rashford undir nýjan samning fær hann líklega laun í líkindum við þau sem David De Gea er með, 375 þúsund pund á viku.
Að semja við Rashford, sem hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum, er í algjörum forgangi hjá United. Þrátt fyrir það mun félagið einnig setja púður í að fá nýja leikmenn inn um dyrnar.
Harry Kane hefur verið orðaður við félagið, sem og Victor Osimhen hjá Napoli. Ljóst er að United mun leita að framherja í sumar.