Wout Weghorst framherji Manchester United á sér þann draum að vera keyptur til félagsins í sumar en hann er á láni frá Burnley út þessa leiktíð.
Hollenski framherjinn byrjaði tímabilið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi en kom til United í janúar og var ætlað að fylla skarð Cristiano Ronaldo.
Weghorst hefur byrjað ansi marga leiki frá því að hann kom en Telegraph segir frá því að Weghorst vilji vera áfram. Engar viðræður um það hafa hins vegar farið fram.
Telegraph segir ansi miklar líkur á því að Weghorst snúi aftur til Burnley í sumar en Erik ten Hag hefur áhuga á að kaupa aðra sóknarmenn.
Sóknarmenn eru ofarlega á lista Ten Hag í sumar en félagið er mest orðað við Harry Kane fyrirliða Tottenham.
🚨 Wout Weghorst wants to stay at #mufc but discussions have not started over a further deal. As it stands he will return to Turf Moor. [@TeleFootball] pic.twitter.com/hzZZ5W5B7S
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) May 3, 2023