Thiago Alcantara miðjumaður Liverpool fór undir hnífinn vegna meiðsla og verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Thiago hefur ekki fundið taktinn á þessu tímabili.
Thiago er 32 ára gamall en hann hefur um langt skeið fundið fyrir eymslum í mjöðm og var ákveðið að skera hann upp.
Thiago var ekki með gegn Tottenham um helgina og missir af síðustu fimm leikjum Liverpool á þessu tímabili.
Aðgerðin á Thiago heppnaðist vel og er endurhæfing farin af stað, búist er við að Thiago fari á flug á nýju tímabili.
Thiago kom til Liverpool sumarið 2020 frá FC Bayern en hann hefur átt ansi farsælan feril sem leikmaður með félagsliði og landsliði Spánar.