Ben Tozer, fyrirliði Wrexham, fór ansi illa með Gabby Agbonlahor í viðtali á Talksport í dag.
Wrexham hefur verið mikið í umræðunni. Liðið tryggði sér sæti í ensku D-deildinni á dögunum eftir að sigra utandeildina, en eigendur félagsins eru þeir Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Laura Woods kom með athyglisverða spurningu til Tozer í þættinum. „Ef Wrexham myndi fá Gabby fyrir næstu leiktíð, myndi hann vera í byrjunarliðinu?“
Tozer svaraði þá: „Ég held að hann sé ekki með nógu mörg úrvalsdeildarmörk.“ Uppskar hann mikinn hlátur.
Agbonlahor skoraði á ferli sínum 74 mörk í 322 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Paul Mullin var þá tekinn fyrir, en hann raðaði inn mörkunum fyrir Wrexham á síðustu leiktíð.
„Þú myndir ekki ná að reima skóna hans Paul Mullin,“ sagði Tozer við Gabby og hélt áfram að skjóta fast á hann.
Myndband af þessu er hér að neðan.
🤔 Laura: “Do you think if Wrexham signed Gabby next season, he’d start?”
😏 Ben: “I don’t think he’s got enough Premier League goals, has he?”@Wrexham_AFC captain @Tozer_Ben couldn’t resist having a pop at Gabby 🤣 pic.twitter.com/B04Ntbv1LI
— talkSPORT (@talkSPORT) May 3, 2023