Stuðningsmenn Paris Saint-Germain eru allt annað en sáttir við Lionel Messi þessa dagana. Argentínumaðurinn er á förum frá félaginu eftir stormasama daga.
Messi var í gær settur í tveggja vikna bann af PSG. Hann hafði skrópað á æfingu og slakað á í Sádi-Arabíu. Christophe Galtier, þjálfari liðsins, hefur viljað taka á agavandamálum félagsins og að setja Messi í bann er hluti af því.
Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka. Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.
Í dag greindi Fabrizio Romano svo frá því að Messi hefði tekið endanlega ákvörðun um að yfirgefa PSG.
Romano segir að faðir hans og umboðsmaður hans hafi tjáð PSG þessa ákvörðun sína fyrir um mánuði síðan.
Stuðningsmenn PSG hjóla nú í Messi og var fjöldi þeirra mættur fyrir utan bækistöðvar félagsins að láta óánægðu sína í ljós.
„Messi er tíkarsonur,“ var á meðal þess sem var sungið.
Paris Saint-Germain fans outside club’s HQ chanting against Leo Messi 🚨😳 #Messi
🎥 @CanalSupporterspic.twitter.com/a5011uUklU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023