Eftir aðeins örfáa mánuði í herbúðum FC Bayern er félagið að því er virðist tilbúið að selja Sadio Mane í sumar. Hefur hann ekki fundið sitt besta form í Þýskalandi.
Ekki hjálpar það Mane heldur að hafa slegist við Leroy Sane samherja sinn á dögunum en Mane var settur í stutt bann vegna málsins.
Nú segir Bild að bæði mane og Serge Gnabry séu til sölu í sumar komi rétt tilboð í þá.
Chelsea er sagt hafa mikinn áhuga á að fá Mane sem átti frábæra tíma hjá Liverpool áður en Jurgen Klopp ákvað að selja hann.
Mane lék áður með Southampton en Bild segir að endurkoma í enska boltann sé eitthvað sem hugnist hinum öfluga Senegala