fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Myndaveisla – Fór vel um Messi og fjölskyldu í Sádí Arabíu þrátt fyrir að nú gusti um kappann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gustað um Lionel Messi síðustu daga eftir að hann skellti sér með fjölskyldunni til Sádí Arabíu og skrópaði á æfingu PSG í kjölfarið.

Messi er með samning við Sádí Arabíu um að kynna land og þjóð og þénar milljarða fyrir. Vel hefur farið um fjölskylduna í þessu landi þar sem nóg er til af peningum.

Sú ákvörðun Paris Saint-Germain að skella Lionel Messi í tveggja vikna bann frá æfingum er sagt fordæmisgefandi þegar félagið vill fara að taka á stjörnum liðsins.

Christophe Galtier þjálfari liðsins hefur viljað taka á agavandamálum félagsims og að setja Messi í bann er hluti af því.

Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka.

Eftir leik fór Messi svo upp í flugvél og til Sádi-Arabíu. Hann átti að mæta á æfingu í ag samkvæmt frönskum miðlum en mætti ekki.

Messi er sendiherra ferðaiðnaðarins í landinu og fer því í árlega ferð þangað vegna þess.

Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.

Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Eins og flestir vita er portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo á mála hjá Al-Nassr þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“