fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Messi hefur endanlega tekið ákvörðun – Ósáttur með vegferð PSG og fer í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 15:00

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur tekið endanlega ákvörðun um að fara frá PSG þegar samningur hans er á enda í sumar. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Romano segir að faðir hans og umboðsmaður hans hafi tjáð PSG þessa ákvörðun sína fyrir um mánuði síðan.

Messi er ekki sagður hrifin af þeirri vegferð sem PSG er á og er endurkoma til Barcelona ansi líkleg.

Messi er í klandri hjá PSG eftir að félagið setti hann í tveggja vikna bann í gær eftir að Messi hafði skrópað á æfingu og slakað á í Sádí Arabíu. Christophe Galtier þjálfari liðsins hefur viljað taka á agavandamálum félagsims og að setja Messi í bann er hluti af því.

Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka. Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.

Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu auk Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Í gær

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna