Lionel Messi hefur tekið endanlega ákvörðun um að fara frá PSG þegar samningur hans er á enda í sumar. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.
Romano segir að faðir hans og umboðsmaður hans hafi tjáð PSG þessa ákvörðun sína fyrir um mánuði síðan.
Messi er ekki sagður hrifin af þeirri vegferð sem PSG er á og er endurkoma til Barcelona ansi líkleg.
Messi er í klandri hjá PSG eftir að félagið setti hann í tveggja vikna bann í gær eftir að Messi hafði skrópað á æfingu og slakað á í Sádí Arabíu. Christophe Galtier þjálfari liðsins hefur viljað taka á agavandamálum félagsims og að setja Messi í bann er hluti af því.
Galtier hafði boðað frí frá æfingu á mánudag en tap gegn Lorient varð til þess að hann setti á æfingu, þá var Messi í Sádí Arabíu og komst ekki til baka. Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.
Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu auk Barcelona.
🚨 Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season. There are no doubts about that anymore.
Behind the scenes, it’s now understood that Leo’s father Jorge communicated the decision to PSG already one month ago due to the project.
It was the final breaking point. pic.twitter.com/Bwehuvyq1E
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023