21 árs gamall stuðningsmaður Arsenal hefur verið handtekinn fyrir að beina leysigeisla í andlitið á Mykhaila Mudryk leikmanni Chelsea í gær.
Stór grænn geisli fylgdi Mudryk eftir í leiknum og var meðal annars beint í andlit hans. Mudryk spilaði sinn fyrsta leik gegn Arsenal frá því að hann hafnaði liðinu og tók tilboði Chelsea í janúar. Bæði félög vildu ólm fá Mudryk en honum leist betur á hlutina hjá Chelsea.
Arsenal þegar liðið skaust aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á afar lélegu Chelsea liði í gær.
Manchester City skaust á toppinn á sunnudag en Arsenal svaraði í gær og hefur nú tekist að ná toppsætinu. Martin Odegaard skoraði fyrstu mörk leiksins.
Arsenal fordæmdir þessa hegðun og segir í yfirlýsingu að hún sé hættuleg og óásættanleg. Segist félagið styðja aðgerðir lögreglu.