Frank Lampard eignaði sér vafasamt met í gær þegar honum tókst að tapa tíunda leiknum í röð sem knattspyrnustjóri. Chelsea tapaði þá sannfærandi gegn Arsenal.
Lampard hefur tapað öllum sex leikjum sínum sem sem stjóri Chelsea en hann hafði áður tapað fjórum í röð með Everton.
Lampard var rekinn frá Everton á þessu tímabili en tók tímabundið við Chelsea út tímabilið.
Tíu tapleikir í röð með lið í efstu deild England er 35 ára gamalt met sem Lampard hefur nú eignað sér.
Arthur Cox deilir metinu með Lampard en hann stýrði Derby árið 1988.
Lampard lætur af störfum sem stjóri Chelsea í sumar en búist er við að Mauricio Pochettino taki þá formlega við öllu.