Newcastle United er svo gott sem komið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem gefur eigendum félagsins tækifæri til að dæla inn peningum í leikmannakaup.
Tekjur munu aukast og tækifæri til þess að auka tekjur með stærri samningum við auglýsendur og fleira til.
Stærri leikmenn eru því orðaðir við Newcastle og nú kemur framí spænskum miðlum að Newcastle vilji kaupa Raphinha frá Barcelona.
Segir Gerard Romero frá þessu en hann er oftast með fréttir frá Nývangi á hreinu, er sagt að að Newcastle sé til í að borga 70 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Brasilíu.
Barcelona keypti Raphinha frá Leeds fyrir 55 milljónir punda síðasta sumar en honum hefur ekki tekist að stimpla sig inn af krafti á Spáni.
Segir Romero að Newcastle sé búið að opna á samtalið við Barcelona og að viðræður muni halda áfram.