Það er mikið grín gert að stuðningsmanni Liverpool eftir myndband sem birtist á síðast leik liðsins.
Liverpool vann magnaðan sigur á Tottenham um helgina.
Liðið komst í 3-0 en missti forskotið niður í 3-3 í lokin, áður en liðið gerði sigurmarkið í blálokin.
Myndband af stuðningsmanni Liverpool í leik í símanum á meðan fjörinu stóð hefur vakið mikla athygli.
Fótboltaleikurinn var klárlega ekki nógu spennandi fyrir manninn sem fann sér annað að gera.
„Anfield er Waltons-útgáfan af Disney. Það eru bara fleiri trúðar,“ skrifaði einn á samfélagsmiðla.
Fjöldinn allur tók í sama streng. „Stór hluti áhorfenda á leikjum í ensku úrvalsdeildinni virðast vera túristar sem eru að tikka hluti af bucket-listanum.“
Einn grínaðist: „Fræga stemningin á Anfield.“
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Christ pic.twitter.com/T5I5l3KalF
— Adam Rowe (@adamrowecomedy) April 30, 2023