fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jurgen Klopp játar mistök – „Það var ekki viljandi en ég gerði það“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segist sjá eftir því að hafa látið ummæli sem verða líklega til þess að hann verður dæmdur í leikbann og þarf að borga væna sekt. Klopp lét orð falla um dómarann, Paul Tierney eftir sigur liðsins á Tottenham á sunnudag.

Klopp hafði átt í orðaskiptum við dómara leiksins þegar Diogo Jota skoraði dramatísk sigurmark, hann hljóp þá upp að fjórða dómaranum og fagnaði í andlit hans.

Klopp var heitt í hamsi eftir að skömmu áður hafði verið dæmt brot á Mohamed Salah sem Klopp taldi rangan dóm. „Allt þetta mál hefði ekki átt að gerast, þetta voru tilfinningar, reiði og það er ekki gott fyrir leiðtoga að lenda í því. Ég ver reiður sem varð til þess að ég fagnaði svona,“ sagði Klopp í dag á fréttamannafundi.

Klopp fór í viðtal eftir sigurinn og sagði að Tierney væri með horn í síðu Liverpool. „Tierney kom til mín og sagði að hann ætti í raun að reka mig af velli, ég reyndi að róa mig en það virkaði ekki og fór svo í viðtölin.“

Klopp hafði verið að öskra á hliðarlínunni sem fór illa í dómarann. „Ég hefði kannski bara átt að segja strax að hann hafi hótað rauðu spjaldi, ég er viss um að Tierney er ekki meðvitað að dæma gegn okkur en það er saga. Það eru hlutir sem hafa gerst, í mikilvægum leikjum. Það bara tilfining og ekkert annað.“

„Tierney gaf mér gult spjald og brosti í andlitið á mér, það er það sem gerðist. Ég reyndi að róa mig eftir leik og það gekk ekki vel. Ég sagði það sem ég sagði.“

„Það sem hann sagði við mig var ekki í lagi, ég átta mig á því að ég opnaði á þetta. Það var ekki viljandi en ég gerði það, félaga ykkar af Sky vildi fá þau orð frá mér að þetta væri óviðeigandi en ég sagði það ekki.“

„Ég held að Tierney sé ekki meðvitað að dæma gegn okkur en ég get ekki neitað sögunni. Ég verð að komast yfir þetta en þetta gerðist.“

„Ég veit að dómarar voru mér reiðir, ég heyrði að ég hefði verið að ljúga. Ég gerði margt þennan dag en ég var ekki að ljúga, ég hefði átt að sleppa ýmsu en ég var ekki að ljúga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki