fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Fyrirliðabandið tekið af Gary í vetur – „Það er eins og það er“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 20:00

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, leikmaður Selfoss í Lengjudeildinni, missti fyrirliðabandið fyrir þessa leiktíð. Guðmundur Tyrfingsson verður fyrirliði á komandi leiktíð. Gary skilur ákvörðun félagsins vel.

Hinn 32 ára gamli Gary var í ítarlegu viðtali við 433.is í dag. Selfoss undirbýr sig nú af kappi fyrir fyrsta leik Lengjudeildar karla á föstudag. Þar mætir liðið Aftureldingu á heimavelli.

Gary er á leið inn í sitt þriðja tímabil á Selfossi. Hann var spurður hvort hann finndi fyrir ábyrgð sem reynslumikill leikmaður í ungu liði.

„Nei, hún var tekin af mér,“ svaraði Gary og hló dátt. Átti hann þarna augljóslega við að fyrirliðabandið hafi verið tekið af honum.

Sóknarmaðurinn er þó ekki sár út í félagið. „Það er eins og það er. Félagið tók ákvörðun og ég skil hana.

Ég held að 90% af leikmönnum okkar séu ungir leikmenn frá Selfossi. Ef þú færð slíka ábyrgð þarftu að stíga upp.“

Gary segir gott fyrir börnin á Selfossi að sjá unga og uppalda leikmenn fá stór hlutverk í meistaraflokki.

„Ég hef verið að þjálfa undanfarið og það eru hundruðir barna sem gætu spilað fyrir Selfoss í framtíðinni. Ég skil að þau vilji nota ungan leikmann sem fyrirliða svo að börnin á Selfossi sjái að þau eigi möguleika. 

Vonandi er þetta rétt ákvörðun hjá félaginu sem skilar mörgum leikmönnum upp.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

433.is verður heimili Lengjudeildarinnar í sumar. Þar verður völdum leikjum lýst og markaþættir eftir hverja umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
Hide picture