James Ward-Prowse miðjumaður Southampton er ofarlega á óskalista Tottenham í sumar og líkurnar á að fá hann eru miklar ef Southampton fellur úr deildinni.
Ward-Prowse hefur spilað alla leiki tímabilsins og hlaupið manna mest af öllum leikmönnum deildarinnar.
Daily Mail segir að Tottenham vilji fá þennan 28 ára gamla leikmann sem hefur skorað 17 mörk beint úr aukaspyrnum í deildinni. Aðeins David Beckham hefur skorað fleiri mörk beint úr aukaspyrnu.
Ward-Prowse hefur hlaupið 388,5 kílómetra í deildinni sem er eitthvað sem. heillar njósnara Tottenham.
Enski miðjumaðurinn hefur í mörg ár verið orðaður við önnur lið en haldið tryggð við sitt uppeldisfélag. Það gæti hins vegar breyst ef Southampton fellur, liðið er nú neðst í ensku úrvalsdeildinni.