Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Jurgen Klopp fyrir ummæli sem hann lét falla eftir Tottenham leikinn á sunnudag. Búast má við sekt og leikbanni á þýska stjórann.
„Við eigum okkar sögu með Tierney, ég veit ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp eftir að Tierney dæmdi 4-3 sigur Liverpool á Tottenham.
„Hann segir að það séu engin vandamál en það bara getur ekki verið satt.“
Klopp hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segir að hann hefði betur sleppt því, þó ekki sé hægt að neita þeirri sögu sem Liverpool og Tierney eiga.
Ensk blöð segja að miðað við reglur enska sambandsins þá verði Klopp dæmdur í bann og þarf að greiða verulega sekt.
Klopp og félagar hafa undanfarið náð vopnum sínum og eiga enn veika von á því að ná fjórði sæti deildarinnar.