Diogo Jota, leikmaður Liverpool, var heldur betur í umræðunni í gær eftir leik liðsins við Tottenham.
Jota skoraði fjórða mark Liverpool í 4-3 sigri sem að lokum reyndist sigurmarkið í viðureigninni.
Margir vilja þó meina að Jota hafi átt að fá rautt spjald fyrr í leiknum fyrir brot á Oliver Skipp.
Jota sparkaði í höfuð Skipp sem reyndi að skalla boltann og kvartaði Ryan Mason, stjóri Tottenham, mikið eftir tapið.
Jota hefur nú sjálfur tjáð sig um atvikið og viðurkennir að ‘tæklingin’ hafi ekki verið svo frábær.
,,Þetta var ekki frábær tækling en ég snerti líka boltann. Ég held að hann hafi beygt sig niður og var hugrakkur,“ sagði Jota.
,,Því miður þá fékk hann fót í höfuðið. Ég sá um leið að dómarinn vissi að þetta væri ekki viljandi, þetta er bara fótbolti.“