Það er allt í blóma hjá Cristiano Ronaldo og Georginu Rodriguez ef marka má samfélagsmiðla þeirra.
Það hafa verið orðrómar um að vandræði séu í paradís. Sást knattspyrnumaðurinn til að mynda rífast heiftarlega við Georginu áður en þau fóru í flug á dögunum.
Talað hefur verið um að samband þeirra hafi ekki verið gott frá því Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu í vetur.
Þá setti vinur móður Ronaldo bensín á bálið þegar hann sagði að knattspyrnustjarnan væri „búin að fá nóg“ af Georginu.
Georgina slökkti hins vegar í umræðunni með ummælum á dögunum.
„Þeir sem eru öfundsjúkir slúðra. Slúðrist dreifist út og hálfvitinn trúir því,“ skrifaði hún.
Nú birtir hún mynd af þeim Ronaldo að kyssast með drykk í hendi.
„Skál fyrir ástinni,“ skrifar hún við myndina, sem má sjá hér að neðan.