Jurgen Klopp stjóri Liverpool er á leið í leikbann fyrir að hafa ráðist að dómaranum, Paul Tierney með orðum.
Búist er við að Klopp fái væna sekt og bann frá hliðarlínunni eftir að hafa sakað Tierney um að hafa horn í síðu Liverpool.
„Við eigum okkar sögu með Tierney, ég veit ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp eftir að Tierney dæmdi 4-3 sigur Liverpool á Tottenham.
„Hann segir að það séu engin vandamál en það bara getur ekki verið satt.“
Ensk blöð segja að miðað við reglur enska sambandsins þá verði Klopp dæmdur í bann og þarf að greiða verulega sekt.
Klopp og félagar hafa undanfarið náð vopnum sínum og eiga enn veika von á því að ná fjórði sæti deildarinnar.