Lamine Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir aðallið Barcelona þegar hann kom inn á sem varamaður í leik við Real Bets, 15 ára gamall. Þessi sami leikmaður spilaði við Breiðablik fyrir þremur árum síðan.
Kantmaðurinn þrælefnilegi, sem verður 16 ára í júlí, kom inn á sem varamaður á 83. mínútu í gær. Hans lið er komið með níu fingur á titilinn, er 11 stigum á undan Real Madrid.
Í lok febrúar 2020 spilaði 4. flokkur Breiðabliks í karlaflokki á sterku unglingamóti á Spáni. Þar tók Barcelona þátt og lék Yamal gegn Blikum.
Xavi, stjóri Barcelona, tjáði sig um Yamal eftir leikinn í gær.
„Lamine Yamal er ekki hræddur þó hann sé aðeins 15 ára gamall. Hann er með hæfileika á síðasta þriðjungi sem er svo erfitt að finna.
Hann er klár og mikið efni. Hann gæti orðið mjög mikilvægur hér í framtíðinni.“
Lamine Yamal becomes the youngest player to EVER debut with Barcelona first team. 🔵🔴 #FCB
Born on July 13, 2007 ✨ pic.twitter.com/2OxJNKl5M6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2023