Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er vonsvikinn með að hafa ekki fengið símtal frá félaginu.
Pochettino er án starfs þessa stundina en líkur eru á að hann muni taka við Chelsea í sumar en hann þekkir vel til London.
Argentínumaðurinn gerði frábæra hluti með Tottenham lengi vel og kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar en tapaði þar gegn Liverpool.
Alan Brazil, blaðamaður TalkSport, segir að Pochettino hafi vonast eftir því að fá sítmal frá Tottenham eftir að Antonio Conte var rekinn frá félaginu.
,,Ég elska þennan náunga, hann er frábær. Eitt sem ég veit er að hann var svo svekktur að heyra ekki frá Tottenham,“ sagði Brazil.
Tottenham leitar að stjóra í sumar líkt og Chelsea en Ryan Mason mun sjáum að þjálfa félagið út leiktíðina.