Goðsögnin Jeff Stelling hefur staðfest það að hann muni stíga til hliðar í sumar eftir lok ensku úrvalsdeildarinnar.
Stelling er 68 ára gamall en hann hefur séð um að stýra þættinum vinsæla Soccer Saturday í 25 ár. Í þættinum er farið yfir nánast alla leiki í enska pýramídanum.
Soccer Saturday er þáttur sem margir ættu að kannast við en síðasti þátturinn verður sýndur þann 28. maí.
,,Ég hef verið hjá Sky í meira en 30 ár og hef elskar hvert einasta augnablik sem hluti af teymi Soccer Saturday,“ skrifar Stelling.
,,Nú er rétti tíminn í að horfa annað og gefa áhorfendum frí frá mínum kvörtunum og lélegu bröndurum. Þetta hefur verið gaman – allavega fyrir mig!“
Stelling hefur fengið falleg skilaboð eftir tilkynninguna en hann hefur alltaf verið mikill grínisti og er hægt að nálgast skemmtileg myndbrot á YouTube.