Það eru góðar líkur á að Chelsea muni fá nýjan aðal styrktaraðila fyrir næstu leiktíð samkvæmt nýjustu fregnum.
Tryggingarfyrirtækið Allianz er í viðræðum við Chelsea en þeir hafa séð um að styrkja mörg knattspyrnufélög Evrópu.
Þetta eru gleðifréttir fyrir marga stuðningsmenn Chelsea sem þola ekki útlit treyju félagsins en símfyrirtækið „Three“ hefur séð um að styrkja þá ensku.
Þriggja ára samningur Chelsea við Three rennur út í sumar og er öðrum fyrirtækjum opið að semja við stórliðið.
Todd Boehly, eigandi Chelsea, telur að félagið geti hagnast frekar með öðru samstarfi en Chelsea hefur alls fengið 40 milljónir punda frá Three.