Raphinha kantmaður Barcelona var um tíma einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims en hann lék með Leeds og gekk svo í raðir Barcelona.
Arsenal, Chelsea og Barcelona sýndu Raphinha mikinn áhuga en hann ákvað að lokum að halda til Spánar og hefur staðið sig ágætlega.
Leeds þurfti að taka einhverju tilboði í leikmannninn en hafði þó getað fengið enn hærri upphæð frá Chelsea.
Raphinha hefur þó ekki vakið mesta athygli á Spáni heldur kærasta hans sem ber nafnið Natalia Rodrigues.
Natalia elskar glamúr lífið og er dugleg að birta myndir af sér þar sem hún er í rándýrum tískufötum.