Stuðningsmenn Barcelona og Inter Miami eru áhyggjufullir þessa stundina eftir nýjustu færslu Lionel Messi á Instagram.
Bæði félög gera sér vonir um að næla í Messi í sumar en líkur eru á að hann yfirgefi Paris Saint-Germain.
Messi birti færslu á Instagram þar sem hann er staddur í Sádí Arabíu en lið þar í landi hafa verið orðuð við hans þjónustu.
Messi hrósar landslaginu í landinu en hann gæti verið á leið í efstu deild þar í landi eins og Cristiano Ronaldo gerði er hann samdi við Al-Nassr.
Messi er 35 ára gamall en hefur mest verið orðaður við endurkomu til Barcelona.
View this post on Instagram