fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hafa engan áhuga á Kepa – Tilbúnir að taka tvo aðra af Chelsea

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. apríl 2023 22:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter Milan hefur engan áhuga á því að fá markmanninn Kepa Arrizabalaga í sínar raðir frá Chelsea í sumar.

Chelsea vonaðist eftir því að Inter væri opið fyrir því að skipta á markmönnum og félagið myndi í staðinn fá Andre Onana.

Onana er fyrrum markmaður Ajax og ku vera efstur á óskalista Chelsea fyrir sumargluggann.

Inter hafnaði boði Chelsea um að fá Kepa í sínar raðir en hann hefur alls ekki staðist væntingar í London.

Ítalska félagið horfir þó til tveggja leikmanna Chelsea og gæti skoðað að skipa ef þeir eru fáanlegir.

Um er að ræða miðjumanninn Ruben Loftus Cheek og varnarmanninn Trevoh Chalobah.

Gazzetta dello Sport greinir frá en Chalobah væri hugsaður sem eftirmaður Milan Skriniar sem fer til Paris Saint-Germain í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli