Inter Milan hefur engan áhuga á því að fá markmanninn Kepa Arrizabalaga í sínar raðir frá Chelsea í sumar.
Chelsea vonaðist eftir því að Inter væri opið fyrir því að skipta á markmönnum og félagið myndi í staðinn fá Andre Onana.
Onana er fyrrum markmaður Ajax og ku vera efstur á óskalista Chelsea fyrir sumargluggann.
Inter hafnaði boði Chelsea um að fá Kepa í sínar raðir en hann hefur alls ekki staðist væntingar í London.
Ítalska félagið horfir þó til tveggja leikmanna Chelsea og gæti skoðað að skipa ef þeir eru fáanlegir.
Um er að ræða miðjumanninn Ruben Loftus Cheek og varnarmanninn Trevoh Chalobah.
Gazzetta dello Sport greinir frá en Chalobah væri hugsaður sem eftirmaður Milan Skriniar sem fer til Paris Saint-Germain í sumar.