Stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar Borussia Dortmund eru skiljanlega gríðarlega reiðir eftir leik við Bochum í gær.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en það er gríðarlegur skellur fyrir Dortmund í titilbaráttunni við Bayern Munchen.
Enginn skilur af hverju Dortmund fékk ekki vítaspyrnu í stöðunni 1-1 en það var augljóslega brotið á leikmanni liðsins innan teigs.
Dómari leiksins ákvað að skoða ekki VAR skjáinn og var leiknum haldið áfram og lauk svo með jafntefli.
Stuðningsmenn félagsins tala um ‘heimskulegustu ákvörðun ársins’ en margir hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og það skiljanlega.
Sjón er sögu ríkari.
Imagine being a Dortmund fan right now… how this wasn’t a penalty is beyond me and that decision not to award it is probably going to cost them the title.pic.twitter.com/PqPFF0g0LM
— ًEl. (@UtdEIIis) April 28, 2023